Eldey kaupir meirihluta í Dive.is

Í Silfru á Þingvöllum
Í Silfru á Þingvöllum mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjárfestingarfélagið Eldey TLH hf. hefur fest kaup á 51 prósents hlut í Sportköfunarskóla Íslands, Dive.is. Fyrirtækið gerir út köfunarferðir í Silfru á Þingvöllum.

Í samtali í Viðskiptamogganum í dag segir Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Eldeyjar, að lúkning kaupanna eigi eftir að fara fram um leið og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir.

Stefnt er að hlutafjáraukningu á Eldey á næstunni en félagið hefur fjárfest fyrir tæplega þrjá milljarða í afþreyingartengdri ferðaþjónustu frá árinu 2015. „Mörg tækifæri liggja í þeim verkefnum sem við erum þegar í og kauptækifæri á markaði eru allt önnur í dag en þau voru 2015,“ segir Hrönn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert