Umferðartafir vegna heimsóknar Pompeo

Pom­peo er væntanlegur til Íslands á morgun en Evrópureisa hans …
Pom­peo er væntanlegur til Íslands á morgun en Evrópureisa hans hófst á mánudag þegar hann fór til Búdapest. Þaðan fór hann til Brat­islava, Var­sjár og Brus­sel. Næsti viðkomustaður er Ísland. AFP

Búast má við umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu á morgun, föstudag, vegna heimsóknar ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Michael R. Pom­peo, og fylgdarliðs hans.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því á Facebook að búast megi við lítils háttar umferðartöfum í miðborginni og á stofnbrautum í austurborginni í hádeginu og um kaffileytið. Vegfarendur eru beðnir um að sýna þolinmæði á meðan ráðherrann fer á milli staða. 

Pompeo mun eiga fund með Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra og Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is­ráðherra meðan á dvöl hans á landinu stendur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert