Þekkja rakaskemmdir af eigin raun

Starfsmenn skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar þurftu tímabundið frá að hverfa …
Starfsmenn skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar þurftu tímabundið frá að hverfa úr skrifstofurými sínu í Borgartúni 12 - 14 í fyrra vegna raka- og mygluskemmda. mbl.is/ÞÖK

Raki og mygluskemmdir í byggingum finnast jafnt í nýjum og eldri húsum. Starfsmenn skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þurftu frá að hverfa af skrifstofum sínum í Borgartúni 12 - 14 tímabundið í fyrra vegna raka- og mygluskemmda. Eftir viðgerðir sneru flestir aftur á starfsstöðvar sínar í byggingunni. 

„Við þekkjum þetta af eigin raun. Fólk fann fyrir óþægindum. Þetta getur komið upp alls staðar bæði í gömlum húsum og nýjum og mikilvægt fyrir alla að grípa sem fyrst inn í,“ segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar. 

Á hæðinni sem skóla- og frístundasviðið hefur aðsetur á lak vaskur fyrir ofan og hafði gert í mörg ár. Vatnið rann á bak við innréttingu með tilheyrandi skemmdum. Skipt var út skemmdu byggingarefni. 

Helgi tekur fram að fólk sé misviðkvæmt fyrir raka- og mygluskemmdum og mikilvægt sé að á það sé hlustað.

Stór hluti af starfsemi og þjónustu Reykjavíkurborgar er í Borgartúni 12 - 14 við Höfðatorg. Alls eru starfsstöðvar fyrir um 450 starfsmenn borgarinnar í húsinu. Húsið var byggt árið 2007.  

Skrifstofur Reykjavíkurborgar eru við Borgartún.
Skrifstofur Reykjavíkurborgar eru við Borgartún. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert