Bæta 6 kílómetrum við fiskgengt svæði Laxár í Dölum

Laxá í Dölum.
Laxá í Dölum.

Veiðifélag Laxár í Dölum hyggst lengja uppeldis- og veiðisvæði árinnar á Laxárdal með því að láta gera fiskveg fram hjá Sólheimafossi. Reiknað er með að 6 kílómetrar verði fiskgengir til viðbótar þeim 25 kílómetrum sem lax gengur nú á.

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir gerð laxastiga til hliðar við Sólheimafoss. Fiskistofa hafði áður veitt jákvæða umsögn um framkvæmdina. Þar er lögð áhersla á að gengið verði snyrtilega frá svæðinu að framkvæmdum loknum.

Vífill Oddsson verkfræðingur hefur hannað laxastiga. Telur hann heppilegar aðstæður til að fleyga fiskveg í klöppina norðan við fossinn. Kostnaður við það og vegagerð er áætlaður rúmar 8 milljónir krónur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert