Tíu bækur stóðu upp úr hjá börnunum

Höfundar bókanna tíu tóku við viðurkenningum auk barna sem tóku …
Höfundar bókanna tíu tóku við viðurkenningum auk barna sem tóku þátt í valinu. Ljósmynd/Aðsend

Opinberað var í dag hvaða bækur hlutu Bókaverðlaun barnanna 2019, en tíu bækur sem valdar voru keppa í Sagna, verðlaunahátíð barnanna sem sjónvarpað verður á RÚV 1. júní.

„Árlega tilnefna börn þær bækur sem þeim þykja skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er og verða Bókaverðlaun barnanna afhent nú í 18. sinn. Börn af öllu landinu kusu og alls fengu 117 bækur kosningu,“ segir í tilkynningu frá Borgarbókasafni Reykjavíkur.

Bækurnar sem fengu verðlaun þetta árið.
Bækurnar sem fengu verðlaun þetta árið. Ljósmynd/Aðsend

Af bókunum 117 stóðu fimm íslenskar og fimm þýddar barnabækur upp úr. Höundar veittu viðurkenningum viðtöku í Borgarbókasafninu Grófinni í dag. Jón Víðis, töframaður, sýndi svo listir sínar og skemmti mannskapnum. Eftirfarandi bækur hlutu Bókaverðlaunin:

Íslenskar

Fíasól gefst aldrei upp – Kristín Helga Gunnarsdóttir

Henri rænt í Rússlandi – Þorgrímur Þráinsson

Orri óstöðvandi – Bjarni Fritzson

Siggi sítróna – Gunnar Helgason

Þitt eigið tímaferðalag – Ævar Þór Benediktsson                

Þýddar

Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney, þýðandi Helgi Jónsson

Handbók fyrir ofurhetjur, annar hluti: Rauða gríman eftir Elias Våhlund, þýðandi Ingunn Snædal

Leyndarmál Lindu: sögur af ekki-svo gáfaðri sem veit-allt eftir Rachel Renée Russell, þýðandi Helgi Jónsson

Miðnæturgengið eftir David Walliams, þýðandi Guðni Kolbeinsson

Verstu börn í heimi 2 eftir David Walliams, þýðandi Guðni Kolbeinsson

Þá fengu tíu heppin börn vinning, en þau eru úr hópi þeirra sem tóku þátt í að kjósa bækurnar. Vinningshafarnir eru:

  1. Annel Máni Jóhannsson
  2. Flóki
  3. Helena Lapas
  4. Leifur
  5. María Ævarsdóttir
  6. Orri Guðmundsson
  7. Róbert Stefánsson
  8. Sigrún Alda Jónsdóttir
  9. Soffía Þóra Ómarsdóttir
  10. Þór Ástþórsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert