42% fleiri styrkir veittir

A Concise Chinese-English Dictionary for Lovers eftir Xiaolu Guo verður …
A Concise Chinese-English Dictionary for Lovers eftir Xiaolu Guo verður þýdd af Ingunni Snædal.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað tæpum 10 milljónum króna í 27 þýðingastyrki, sem er 42% aukning frá því í fyrra þegar 19 fengu styrk. Alls bárust 44 umsóknir og sótt var um tæpar 32 milljónir króna.

Machines like me eftir Ian McEwan í þýðingu Árna Óskarssonar.
Machines like me eftir Ian McEwan í þýðingu Árna Óskarssonar.

Þetta er töluverð fjölgun umsókna og veittra styrkja miðað við úthlutun á sama tíma í fyrra en þá var rúmum 8,2 milljónum króna úthlutað í 19 styrki, alls 37 umsóknir bárust og sótt var um rúmar 27 milljónir króna, að því er segir í tilkynningu.

Lynley Dodd.
Lynley Dodd.

Verkin sem hlutu styrki að þessu sinni eru skáldsögur, smásögur, ljóð, barna- og ungmennabækur, heimspekirit, endurminningar og fræðitextar þar á meðal, bæði nútímabókmenntir og sígild verk frá öllum heimshornum.

„Hlutverk þýðenda erlendra bókmennta á íslensku er afar mikilvægt því þeir gera íslenskum lesendum kleift að lesa erlendar bækur á móðurmáli sínu og opna þannig glugga til annarra menningarheima. Þýðendur bókanna sem hlutu styrki að þessu sinni eru flestir þaulreyndir og hafa margir hlotið verðlaun og viðurkenningar. Þýtt verður úr ensku, forngrísku, frönsku, spænsku, tékknesku, rússnesku, þýsku og japönsku.

Börn og ungmenni þurfa ekki síður að hafa aðgang að fjölbreyttum og spennandi bókum og leika þýðendur mikilvægt hlutverk í að tryggja aðgengi þeirra að góðu erlendu lesefni á íslensku. Umsóknir um styrki til þýðinga barna- og ungmennabóka voru alls 15 í þetta sinn og hljóta 10 styrk, sem er um þriðjungur veittra styrkja,“ segir í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta.

J. M. Cotzee.
J. M. Cotzee.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:

  • Machines like me eftir Ian McEwan í þýðingu Árna Óskarssonar. Útgefandi: Bjartur.
  • Vom Ende der Einsamkeit eftir Benedict Wells í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Útgefandi: Benedikt.
  • Washington Black eftir Esi Edugyan í þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Útgefandi er Forlagið.
  • Raddir Romafólks - Sögur sígauna, smásögur eftir marga, í þýðingu Kristínar G. Jónsdóttur, Ásdísar R. Magnúsdóttur, Rebekku Þráinsdóttur o.fl. Útgefandi Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.
  • A Concise Chinese-English Dictionary for Lovers eftir Xiaolu Guo, þýðandi Ingunn Snædal. Útgefandi er Angústúra.
  • Zeit der Zauberer, Das große Jahrzehnt der Philosophie 1919 – 1929 eftir Wolfram Eilenberger í þýðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar. Útgefandi er Háskólaútgáfan.
  • Waiting for the Barbarians eftir J. M. Coetzee, þýðandi Sigurlína Davíðsdóttir. Útgefandi: Una útgáfuhús.
  • Despair eftir Vladimir Nabokov, þýðandi Árni Óskarsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur.
Esi Edugyan.
Esi Edugyan.

Í flokki barna- og ungmennabóka:

 

  • Batman eftir Grant Morrisson, Mark Millar, Scott Snyder, Mike Martz ofl. í þýðingu Haraldar Hrafns Guðmundssonar. Útgefandi: Nexus.
  • 100万回生きたねこeftir Yoko Sano í þýðingu Miyako Þórðarsonar. Útgefandi: Ugla.
  • Hotzenplotz 3 eftir Otfried Preussler í þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Útgefandi er Dimma.
  • Slinky Malinky eftir Lynley Dodd í þýðingu Sólveigar S. Hreiðarsdóttur. Útgefandi: Kver bókaútgáfa.
  • Wizards of Once. Knock Three times eftir Cressida Cowell í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Útgefandi: Angústúra.
  • Charlie Turns into a Chicken eftir Sam Copeland, þýðandi er Guðni Kolbeinsson. Útgefandi er Forlagið.

 

Benedict Wells.
Benedict Wells.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert