Flottir fornbílar og bifhjól í Borgarnesi

Flottir fornbílar.
Flottir fornbílar. mbl.is/Theodór Kristinn

Hún var mjög vel sótt bifhjóla- og fornbílasýningin sem haldin var í Brákarey í Borgarnesi í dag. Sýningin er orðin árviss viðburður og koma margir langt að til þess að skoða gripina, sýna sig og sjá aðra. 

Bifhjólamenna koma í löngum strollum af höfuðborgarsvæðinu og einnig má sjá menn koma langt að á sínum fornbílum, nýbónuðum og gljáandi, yst sem innst.  En flestir eru auðvitað venjulegt fölskyldufólk á sér kannski draum um að eignast mótorhjól eða fornbíl eða vilja rifja upp minningar sem að tengjast gömlum farartækjum. Segja má að allir aldurshópar hafi sótt sýninguna, allt frá börnum og upp í gamalmenni og allt þar á milli og af báðum kynjum.

Stór bifhjól hangandi í loftinu tóku á móti gestunum við Brákarbrúna og síðan tóku menn frá Bifhjólafélaginu Röftum og frá Fornbílafjelagi Borgarfjarðar á móti gestum og vísuðu þeim á auð stæði út í Brákarey.   

Vinirnir Ingimundur Einarsson og Guðmundur Bragason komu frá höfuðborgarsvæðinu til að kíkja á sýninguna.  Stilltu þeir sér upp við M númerin enda báðir Borgnesingar og Mýramenn.

Mótorhjólamenn komu í löngum strollum í Borgarnesið í dag.
Mótorhjólamenn komu í löngum strollum í Borgarnesið í dag. mbl.is/Theodór Kristinn
Vinirnir Ingimundur Einarsson og Guðmundur Bragason komu frá höfuðborgarsvæðinu til …
Vinirnir Ingimundur Einarsson og Guðmundur Bragason komu frá höfuðborgarsvæðinu til að kíkja á sýninguna. Stilltu þeir sér upp við M númerin enda báðir Borgnesingar og Mýramenn. mbl.is/Thedór Kristinn
Stór bifhjól hangandi í loftinu tóku á móti gestunum við …
Stór bifhjól hangandi í loftinu tóku á móti gestunum við Brákarbrúna mbl.is/Theodór Kristinn
Bifhjóla- og fornbílasýningin sem haldin var í Brákarey í Borgarnesi …
Bifhjóla- og fornbílasýningin sem haldin var í Brákarey í Borgarnesi í dag var vel sótt. mbl.is/Theodór Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert