Báðu um flýtimeðferð fyrir þremur dögum

Senol Günes, landsliðsþjálfari Tyrkja, var gríðarlega óánægður með hinn langa …
Senol Günes, landsliðsþjálfari Tyrkja, var gríðarlega óánægður með hinn langa tíma sem það tók að komast í gegnum flugstöðina í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sendiráð Tyrklands í Ósló sem og ræðismaður Tyrklands á Íslandi sendu beiðni um flýtimeðferð fyrir landslið Tyrkja á Keflavíkurflugvelli þremur dögum fyrir komu landsliðs þeirra til Íslands.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gunnari Tryggvasyni, ræðismanni Tyrklands á Íslandi.

Áður hafði komið fram í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu að op­in­ber beiðni um flýtimeðferð í gegn­um flug­stöðina hefði ekki borist í tæka tíð en hún barst frá sendi­ráði Tyrk­lands í Ósló. Slík­ar beiðnir eigi yf­ir­leitt aðeins við um hátt­setta emb­ætt­is­menn.

Fram kemur í yfirlýsingu Gunnars að sama dag og sótt var um flýtimeðferðina, 6. júní, hafi Tyrkjum borist staðfesting á því að hún væri í boði.

Tyrknesk stjórnvöld hafi síðan miðlað nánari upplýsingum um flugnúmer og áætlaðan komutíma til landamæralögreglu í gærmorgun, tíu klukkustundum fyrir komu landsliðsins til Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert