Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

Sævar telur mikilvægt að leggja Pieta-samtökunum lið í Reykjavíkurmaraþoninu sem …
Sævar telur mikilvægt að leggja Pieta-samtökunum lið í Reykjavíkurmaraþoninu sem verður 24. ágúst. mbl.is/​Hari

„Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára.

Sævar var á leið norður í land, þar sem foreldrar hans búa, í desember 2006 þegar hvarflaði að honum að svipta sig lífi. Hann segir að á þessum tímapunkti hafi hann verið að ganga í gegnum erfitt tímabil. Það hafi verið eftir prófatíð fyrstu annar hans í háskóla þar sem hann stundaði sálfræðinám, illa hafi gengið í prófunum og lífið ekki í réttum skorðum.

„Það hljómar kannski kjánalega en bíllinn fór að skrika til í hálkunni og það var sekúndubrot þar sem ég hugsaði hvort ég ætti nokkuð að hafa fyrir því að bremsa; hvort ég ætti ekki bara að leyfa bílnum að fara út af og sjá til. Þetta var ekki mjög meðvituð hugsun en þetta var á dimmum tíma. Sem betur fer var þetta stutt augnablik og ég tók ekki ákvörðun sem ég ætti eftir að sjá eftir,“ segir Sævar.

Styrktarsíða Sævars í Reykjavíkurmaraþoninu.

Sjá samtal við Sævar í  heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert