Jón kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins

Ný forysta Sjálfstæðisflokknum á flokksráðsfundinum á Nordica. Jón Gunnarsson, Bjarni …
Ný forysta Sjálfstæðisflokknum á flokksráðsfundinum á Nordica. Jón Gunnarsson, Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Jón Gunnarsson var rétt í þessu kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi flokksins á Hótel Nordica. Jón er þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi og hefur setið á þingi síðan 2007. Hann var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra árið 2017.

Jón tilkynnti um framboðið síðasta laugardag á fundi félags sjálfstæðismanna í Kópavogi.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lét af embættinu vegna regla flokksins um að ráðherra mætti ekki gegna embættinu, en hún tók nýlega við sem dómsmálaráðherra.

Mjótt var á munum milli hans og Áslaugar Huldu Jónsdóttur, formanns bæjarráðs Garðabæjar, sem einnig bauð sig fram. Fékk Jón 52,1% atkvæða meðan Áslaug fékk 45,2%. 1,5% voru auðir seðlar.

Samtals voru greidd 259 atkvæði í kjörinu. Jón fékk 135 atkvæði en Áslaug 117. Fjórir seðlar voru auðir, en enginn ógildur.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýr ritari flokksins.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýr ritari flokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert