Hlaupið í Skaftá verður líklega ekki stórt

Við Skaftá. Lítið hlaup er enn í gangi í ánni …
Við Skaftá. Lítið hlaup er enn í gangi í ánni en ekki er búist við að um stórt hlaup verði að ræða. mbl.is/RAX

Lítið hlaup er enn í gangi í Skaftá en ekki er búist við því að hlaupið verði stórt þar sem hlaupið kemur úr Vestari-Skaftárkatli en síðast hljóp úr katlinum í ágúst 2018.

Rennsli hefur haldið áfram að auk­ast lít­il­lega í vikunni og er nú um 304 míkróS/​​cm, auk þess sem vatnshæð hefur einnig hækkað lítillega. 

Veðurstofa Íslands beinir því til fólks að staldra ekki lengi við nálægt upptökum árinnar vegna hugsanlegrar gasmengunar.

Fylgst verður með gangi mála á Veðurstofunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert