Friður og fallegar hugsanir á göngu

Anna Júlía Þorgeirsdóttir á Háahnúk.
Anna Júlía Þorgeirsdóttir á Háahnúk.

Anna Júlía Þorgeirsdóttir, hárgreiðslumeistari á Akranesi, hefur gengið tæplega 600 sinnum á Háahnúk (555 m) á Akrafjalli síðan hún byrjaði að ganga á fjallið í júní 2015. „Þetta eru mun fleiri ferðir en ég hélt,“ segir hún eftir að hafa tekið ferðirnar saman.

Iðkun íþrótta hefur aldrei skipað stóran sess í lífi Önnu Júlíu. „Ég æfði reyndar handbolta í stuttan tíma sem barn og komst einu sinni í liðið vegna góðrar mætingar, en annars hef ég ekki verið virk í íþróttum nema hvað ég hef farið í ræktina eins og gengur og gerist.“

Akrafjall og Skarðsheiði, eins og fjólubláir draumar, söng Raggi Bjarna og Anna féll fyrir fyrrnefnda fjallinu. „Ég er með það fyrir augunum alla daga, bæði í vinnunni og heima, og einn daginn ákvað ég að kanna það nánar.“ Hún segist hafa fengið eiginmanninn með sér á fjallið í nokkrar ferðir í fyrstu, en annars hafi hún yfirleitt verið ein á ferð með sjálfri sér. „Það er dásamlegt að ganga ein, það er mín hugleiðsla, hreyfihugleiðsla.“

Sjá samtal við Önnu Júlíu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert