Glúrin við að lifa af

Ásdís Thoroddsen frumsýnir nýjustu mynd sína í Bíó Paradís á …
Ásdís Thoroddsen frumsýnir nýjustu mynd sína í Bíó Paradís á föstudaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gósenlandið, ný heimildamynd Ásdísar Thoroddsen um mataröflun,matseld og matarsögu á Íslandi, verður frumsýnd í Bíó Paradís hinn 18. október næstkomandi. Ásdís situr fyrir svörum í Sunnudagsblaðinu um helgina.

Um hvað fjallar Gósenlandið?

„Hún fjallar um íslenska matarhefð og matarsögu. Titillinn Gósenlandið kemur frá því að ég spurði í opnum hópi á fésbók hvað væri besta nafnið yfir allsnægtahornið og út kom þetta nafn. Það á við Ísland þar sem við höfum verið nokkuð glúrin við að lifa af á þessu landi þrátt fyrir kulda.“

Hvers vegna heimildarmynd um matarsögu Íslendinga?

„Ég gerði mynd um bátasögu á Norðurlöndum og svo um íslensku búningana og mér finnst gaman að gera þrennu. Ég tók eftir því að enginn hafði gert kvikmynd um þetta efni. Þetta er mikið á döfinni núna, aðallega vegna breytinga. Ég reyni að spanna alla söguna og hafa yfirsýn.“

Hverjir koma fram í myndinni?

„Ég var óskaplega heppin. Mér var vísað á konu sem hafði alist upp við hlóðir, sem hét Elín Methúsalemsdóttir en hún lést í sumar. Hún sættist á, með smá eftirgangsmunum frá mér, að veita viðtal sem tók tvo daga. Hún ætlaði nú aldrei aftur að Bustarfelli, þar sem hún ólst upp og var burstabær, en samt kom hún að eigin frumkvæði.“

Nánar er rætt við Ásdísi í Sunnudagsblaði Morgunblaðisins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert