Ljósið grípur mann

„Ljósagangan er í raun vitundarvakning um starfsemi Ljóssins. Þarna eru …
„Ljósagangan er í raun vitundarvakning um starfsemi Ljóssins. Þarna eru starfsmenn frá Ljósinu sem fylgja fólki. Það er ekki nauðsynlegt að fara alla leið upp að steini,“ segir Guðný Ragnarsdóttir. Ljósmynd/Þórdís Reynis

Guðný Ragnarsdóttir er tæplega fertug kona, hjúkrunarfræðingur og tveggja barna móðir. Hún er hreystin uppmáluð og ekki að sjá á henni að löng og erfið ár séu að baki. Hún greindist aðeins 35 ára með Hodgkins-eitlakrabbamein en hafði verið veik og með einkenni í mörg ár áður.

„Ég leit alltaf svo vel út, en þegar ég greindist var ég búin á því. Ég var þá 35 ára með tvo litla stráka. Þegar ég var svo loks rannsökuð kom í ljós tólf sentimetra langt og sex sentimetra breitt æxli sem þrýsti á vinstra lungað og hjarta. Þetta var orðið eins og auka lunga. Eins og stórt vatnsglas að stærð,“ segir Guðný.

Guðný er mikill göngugarpur og vinnur í því að þvera …
Guðný er mikill göngugarpur og vinnur í því að þvera landið. Ljósmynd/Aðsend

Gera alltaf það besta

Ég hafði mjög sterka lífslöngun. Það eru 90% lífslíkur en það þarf mjög harða lyfjameðferð.“
Meðferðin gekk vel og Guðný á að vera laus við sjúkdóminn. „Æxlið er núna eins og hýði en það er engin virkni í því lengur. Vorið 2019 fékk ég til baka líkamlega heilsu, eftir töluverða endurhæfingu,“ segir Guðný og segist enn vera að vinna í andlegu hliðinni.
Guðný segist hafa ákveðið að taka það eins og hverja aðra vinnu og mætti daglega.
„Ég hafði eitt mottó; að gera bara alltaf það besta hverju sinni, en ég hef þurft að sýna mikla þolinmæði í þessari endurhæfingu,“ segir Guðný og segir að áður en hún veiktist hafi hún verið afar orkumikil og alltaf á hreyfingu.
„Hjá Ljósinu er maður gripinn hvar sem maður er staddur í ferlinu, sem er einstakt.

Með glöðu geði

Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar mun eiga sér stað í dag, laugardaginn 16. nóvember. Í ár fagnar Ljósið 10 ára afmæli Esjuævintýranna. Ljósafossgangan er opin öllum. Lagt verður af stað klukkan fjögur og gengið verður upp að Steini. Á niðurleið ganga göngugarpar með höfuðljós og mynda fallegan Ljósafoss í þann mund sem myrkrið skellur á. 

Ljósafossgangan er nú haldin í tíunda sinn á vegum Ljóssins.
Ljósafossgangan er nú haldin í tíunda sinn á vegum Ljóssins. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson

Ljósagangan er í raun vitundarvakning um starfsemi Ljóssins. Þarna eru starfsmenn frá Ljósinu sem fylgja fólki. Það er ekki nauðsynlegt að fara alla leið upp að steini,“ segir Guðný og nefnir að einnig sé hægt að koma og horfa á ljósafossinn kom niður hlíðarnar. „Ég hef farið tvisvar áður. Á bak við einn krabbameinssjúkling eru fjölskyldur þannig að gangan er fyrir alla og það eru allir velkomnir. Ég reima á mig skóna á með glöðu geði og fer í gönguna.“

Viðtalið í heild má finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 







Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert