Kynbundið ofbeldi á vinnustað yfirskrift Ljósagöngu

Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn …
Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð án ofbeldis fyrir konur og stúlkur um allan heim.

Árleg Ljósaganga UN Women fer fram í Reykjavík í dag, 25. nóvember, en dagurinn markar upphaf alþjóðlegs 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi.

Gangan hefst á Arnarhóli klukkan 17, þar sem Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, flytur barátturæðu við styttu Ingólfs Arnarsonar, en yfirskrift ljósagöngunnar í ár er kynbundið ofbeldi á vinnustöðum.

Frá Arnarhóli verður gengið suður Lækjargötu, upp Amtmannsstíg og að Bríetartorgi.

Harpa verður lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð án ofbeldis fyrir konur og stúlkur um allan heim. Á Bríetartorgi verður boðið upp á heitt kakó og Skólakór Kársness flytur nokkur lög.

Nánari upplýsingar um gönguna á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert