Ása hæfust sem dómari við Landsrétt

Ása Ólafsdóttir.
Ása Ólafsdóttir.

Ása Ólafsdóttir prófessor er hæfust umsækjenda til að hljóta setningu í embætti dómara við Landsrétt. Dómnefnd um hæfni umsækjenda komst að þessari niðurstöðu sem greint er frá á vef Stjórnarráðsins

Tvö embætti eru laus við réttinn og voru þau auglýst laus til umsóknar 20. desember 2019. Umsóknarfrestur var til 6. janúar 2020. Átta umsóknir bárust en einn dró umsókn sína til baka. 

Næst Ásu komu, jafnsett, Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir sem eru bæði héraðsdómarar. „Öll búa þau að yfirgripsmikilli þekkingu á ýmsum sviðum lögfræði, auk fjölbreyttrar reynslu af störfum í lögmennsku, stjórnsýslu og við dómstóla.“ Þetta segir meðal annars í umsögn dómnefndar um þremenningana. 

Dómnefndina skipuðu: Ingimundur Einarsson formaður, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert