Margir í vanda með netöryggi

Flestir þeirra sem lent hafa í vandamálum tengdum öryggi á …
Flestir þeirra sem lent hafa í vandamálum tengdum öryggi á netinu vísa til svokallaðra vefveiða (e. phishing) og annarra tilrauna til fjársvika eða söfnunar upplýsinga. AFP

Hlutfall þeirra sem lent hafa í vandamálum með öryggi á netinu er talsvert hærra hér á landi en meðaltal Evrópuríkja segir til um. Í nýbirtum tölum Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins, kemur fram að 46% Íslendinga á aldrinum 16-74 telja sig hafa lent í öryggisvandamálum á netinu.

Tölurnar ná til ársins 2019 og eiga við netnotkun fólks í einkalífi þess síðustu tólf mánuði þar á undan. Að meðaltali hafa 32% Evrópubúa lent í vandamálum með netöryggi. Hlutfallið er hæst í Noregi, 66%, en Sviss, Bretland, Danmörk og Frakkland koma þar á eftir. Lægst er hlutfallið hins vegar í Litháen, aðeins 7%.

Flestir þeirra sem lent hafa í vandamálum tengdum öryggi á netinu vísa til svokallaðra vefveiða (e. phishing) og annarra tilrauna til fjársvika eða söfnunar upplýsinga. Þetta á til dæmis við um það þegar fólk fær tölvupóst um að það eigi að fara í heimabankann sinn og leiðrétta eitthvað. Viðkomandi fær þá tengil sem hann á að smella á til að færa sig beint yfir í heimabankann. Er það í raun fölsk síða til þess ætluð að hafa skráningarupplýsingar og lykilorð af fólki. Ekki fylgir sögunni hvort þeir sem telja sig hafa lent í vandamálum með netöryggi séu í raun fórnarlömb slíkra árása, eða einungis tilrauna til þeirra. Slíkar tilraunir ná einnig til Facebook, Paypal, iTunes, Ebay og fleiri síðna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert