„Óforsvaranlegt“ að senda Maní úr landi

Und­ir­skriftalisti með tæp­lega átta þúsund und­ir­skrift­um var af­hent­ur í dóms­málaráðuneyt­inu …
Und­ir­skriftalisti með tæp­lega átta þúsund und­ir­skrift­um var af­hent­ur í dóms­málaráðuneyt­inu og for­sæt­is­ráðuneyt­inu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann er enn í óvissu gagnvart stjórnvöldum um hvort honum verði vísað úr landi á meðan mál hans er til meðferðar. Hins vegar hefur frestur verið veittur til 24. febrúar um að leggja fram frekari gögn í málinu,“ segir Claudie Ashonie Wilson lögmaður Maní Shahidi, 17 ára tran­s­pilts frá Íran. Honum og fjöl­skyldu hans hef­ur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi. 

Maní dvel­ur nú á barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans vegna slæmr­ar and­legr­ar heilsu og hafa lækn­ar þar lagst gegn því að hon­um verði vísað úr landi. Þeir hafa gefið út aftur ný vottorð sem segja að hann sé enn í meðferð hjá þeim og „að það sé óforsvaranlegt að senda hann úr landi á meðan hann er enn í meðferð,“ segir Claudie.

Hún útskýrir að þetta þýðir að þó hann verði útskrifaður, sem ekki er vitað hvenær verði, er gert ráð fyrir að meðferð hans haldi áfram hér á landi eftir útskrift af spítalanum. „Ábyrgðin hvílir á stjórnvöldum að afla nýs vottorðs þess efnis að hann sé ferðafær, að hægt sé að flytja hann úr landi,“ segir Claudie. Hún bendir á að í ljósi vottorðsins frá læknunum á barna- og unglingageðdeild að það væri óábyrgt af stjórnvöldum að flytja hann úr landi og brot á réttindum hans á meðan hann væri enn í læknismeðferð.  

Claudie furðar sig á því að engin svör hafi fengist frá stjórnvöldum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, um hvort hann geti dvalið hér á landi á meðan mál hans er hér til meðferðar. Hún ítrekar að ennþá er ekki komið neitt um að hann fái frest til að vera. 

„Það er mitt álit að þetta sé mjög ómannúðleg meðferð gagnvart barni sem er með alvarlegan heilsubrest. Sem sagt að halda honum í stöðugri óvissu,“ segir Claudie.  

Claudie Ashonie Wilson er lögmaður Maní Shahidi
Claudie Ashonie Wilson er lögmaður Maní Shahidi mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég vil taka skýrt fram að eins og dómsmálaráðherra hefur sagt að það sé ekki hennar að taka geðþóttaákvarðanir í einstaka málum sem blásið er upp í fjölmiðlum. Vissulega get ég tekið undir það sjónarmið hjá dómsmálaráðherra en ef stjórnsýslan virkar eins og hún á að gera þá myndi ekki slíkt mál rata í fjölmiðla ef fólk fengi réttláta málsmeðferð,“ segir hún.

Hún tekur fram að umbjóðandi hennar óski ekki eftir neinu öðru, hvorki meira né minna, en að hann fái réttláta málsmeðferð og fái að dvelja hér áfram á meðan mál hans er til meðferðar vegna þeirra annmarka sem er að finna í úrskurði kærunefndar og ákvörðun Útlendingastofnunar. 

Í dag sendu Bisk­up Íslands og vígslu­bisk­up­arn­ir á Hól­um og í Skál­holti frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem þeir hvetja dóms­málaráðherra til að koma í veg fyr­ir að Maní og fjölskylda hans verði send úr landi. Und­ir­skriftalisti með tæp­lega átta þúsund und­ir­skrift­um var af­hent­ur í dóms­málaráðuneyt­inu og for­sæt­is­ráðuneyt­inu í dag þar sem því er mótmælt að Maní og fjölskyldu hans hafi verið synjað um alþjólega vernd. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert