Halda í dag til Kína til að prófa Dettifoss

Dettifoss í þurrkví í Guangzhou í Kína fyrir helgi.
Dettifoss í þurrkví í Guangzhou í Kína fyrir helgi. Ljósmynd/Aðsend

Sex manna hópur, skipstjóri, stýrimaður, tveir vélstjórar, rafvirki og forstöðumaður skiparekstrardeildar, leggja í dag land undir fót og ferðast til Kína á vegum Eimskips til að skoða og prufusigla flutningaskipinu Dettifossi, sem var sjósett í fyrra.

Þetta segir Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskips, í Morgunblaðinu í dag. Segir hún að í ferðinni verði virkni alls búnaðar könnuð og athugað hvort hann uppfylli kröfur skipasmíðasamningsins og flokkunarfélags skipsins. Segir hún að prufusigling, sem farin verður nú á næstu dögum, ætti að taka um viku.

Spurð hvort nánari áætlun um hvenær skipinu verður siglt heim liggi fyrir segir hún: „Nei, en ef ekkert óvænt kemur upp á í prufusiglingunni er gert ráð fyrir að skipið sigli frá Kína seinni partinn í apríl.“ Bætir hún við að flestir í hópnum sem fer út í dag muni vera úti þangað til.

Uppfært klukkan 09:01: Ekkert varð af því að hópurinn færi af stað í dag. Samkvæmt Eddu fékk Eimskip skilaboð frá skipasmíðastöðinni í morgun þar sem fram kom að prufusiglingin frestist um einhverja daga.

Spurð um ástæðu sagði hún þetta alltaf geta gerst og að svona væri bransinn einfaldlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert