Matsferlið tafðist vegna veirunnar

Sif Huld Albertsdóttir og Hermann Alexander sonur hennar
Sif Huld Albertsdóttir og Hermann Alexander sonur hennar

Mál ellefu ára drengs sem hefur verið í meðferð vegna skarðs í vör síðan 2015, en þarf að gera hlé á meðferð í kjölfar breytingar á reglugerð um síðustu áramót, er til umfjöllunar í heilbrigðisráðuneytinu.

Morgunblaðið greindi frá aðstæðum fjölskyldunnar á þriðjudaginn. Eftir breytinguna voru börn sem fæðast með skarð í mjúkum góm tekin inn í greiðslukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Hins vegar þarf að gangast undir sérstakt mat frá tannlæknadeild HÍ. Móðirin, Sif Huld Albertsdóttir, hefur ritað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra bréf og óskað eftir rökstuðningi fyrir þessu. Í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að ráðuneytið muni svara bréfinu „innan skamms“.

„Það er rétt að reglugerðin sem vísað er til og tók gildi 1. janúar sl. kveður á um að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna tannlækninga og tannréttinga barna sem fæðast með skarð í tannboga eða með klofinn góm, harða eða mjúka, er háð því að áður fari fram mat tannlæknadeildar Háskóla Íslands á því hvort meðferð sé talin nauðsynleg og tímabær. Matsferlið hefur því miður tafist vegna COVID-19 en unnið er að gerð verkferla við að meta umsóknir og boða umsækjendur í skoðun í þeim tilvikum sem skoðun er nauðsynleg. Hins vegar er vert að taka fram að í sumum málum nægir tannlæknadeildinni að skoða gögn umsækjanda og skoðun er ekki nauðsynleg fyrir samþykki um greiðsluþátttöku,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn blaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert