Gul viðvörun á Suðausturlandi

Viðvörunin nær frá miðnætti fram á hádegi á morgun.
Viðvörunin nær frá miðnætti fram á hádegi á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland frá miðnætti fram á hádegi á morgun.

Er viðvörunin gefin út þar sem búast má við snörpum vinhviðum austan Öræfa, allt að 25 m/s staðbundið. Segir í viðvörun Veðurstofunnar að slíkur vindur geti skapað hættu fyrir vegfarendur með aftanívagna eða ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert