Eldri skálinn á Stöðvarfirði talinn frá því um 800

Margt býr í þokunni. Frá uppgreftri Bjarna og teymis hans …
Margt býr í þokunni. Frá uppgreftri Bjarna og teymis hans á Stöðvarfirði, hugsanlegri útstöð frá Norður-Noregi. Ljósmynd/Bjarni F. Einarsson

Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur og hans fólk hafa verið við uppgröft á Stöðvarfirði í fimm ár og rannsakað þar hús og gripi sem Bjarni fann árið 2007.

Bjarni segir æ fleira koma í ljós, en fjöldi gripa hefur fundist við rannsóknina auk húsa og telur hann eldri skálann, sem talinn er frá því um 800, vera útstöð frá Norður-Noregi þaðan sem fólk hafi ferðast og haft sumardvöl á Íslandi og nýtt sér auðlindir sjávarins, fisk, hval og sel.

Fréttirnar af nýju landi hafi svo farið um Skandinavíu og fólk komið þaðan til Íslands í leit að betra lífi, ekki bara á flótta undan Haraldi hárfagra, að því er fram kemur í umfjöllun um fornleifagröftinn í Stöðvarfirði í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert