Vara við vefveiðum undir flaggi Póstsins

Móttakandinn er hvattur til að smella á hlekk.
Móttakandinn er hvattur til að smella á hlekk. AFP

Síðdegis í dag virðist hafa farið af stað ný árás vefveiða (e. phishing). Sviksamlegir tölvupóstar hafa verið sendir í nafni Póstsins og móttakandinn er hvattur til að smella á hlekk þar sem komið er inn á falska greiðslusíðu í nafni Valitor.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Valitor.

„Við viljum ítreka fyrri viðvaranir og biðja fólk að opna ekki hlekki sem fylgja skilaboðunum og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp korta- eða persónuupplýsingar,“ segir í tilkynningunni.

Bent er á að hafi fólk brugðist við slíkum skilaboðum, eða sé í minnsta vafa um réttmæti upplýsinga, sé brýnt að hafa samband strax við viðskiptabanka sinn eða þjónustuver Valitor utan opnunartíma bankans. 

Sjá nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert