Álkarlar virða tveggja metra regluna en víkja þó

Styttur Steinunnar á Arnarhvoli.
Styttur Steinunnar á Arnarhvoli. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er að vissu leyti miður því sjaldan höfum við þurft meira á list í almannarými að halda en einmitt nú,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari.

Verk hennar Tákn, sem staðið hefur á þaki Arnarhvols síðan vorið 2019, verður að óbreyttu tekið niður eftir helgina. Um er að ræða 11 álfígúrur sem settar voru upp sem hluti af dagskrá Listasafns Reykjavíkur á ári listar í almannarými.

Hafa þær vakið athygli borgarbúa og gesta í miðbæ Reykjavíkur og hefur listamaðurinn fengið bæði mikil og góð viðbrögð við sýningunni. Upphaflega átti verkið að vera uppi fram á haust í fyrra en ríkisstjórnin fór fram á að dvöl álkarlanna á þaki fjármálaráðuneytisins yrði framlengd til 1. október í ár, að því er  fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert