Sama lægðin áfram við völd

Kort/Veðurstofa Íslands

Áfram stjórnar sama lægð veðrinu á öllu landinu og fer ekki að lægja að kalla fyrr en á morgun. Ekkert lát er á veðurviðvörunum og eru gular viðvaranir í gildi víða.

„Suðvestlæg átt, 13-20 m/s í dag og áfram él eins og voru í gær, þó dálítið minni ákefð í örlítið minni vindi. Hægari og þurrt að kalla fyrir austan.

Suðvestan 10-18 á morgun og dálítil él sunnan- og vestanlands en hægari og þurrt austan til. Síðan dregur enn frekar úr vindi annað kvöld, 3-10 m/s úr suðri þá. Hiti kringum frostmark.

Suðvestan 13-20 og él en hægari vindur og þurrt að kalla austanlands. Suðvestan 10-18 á morgun, hvassast norðvestan til en hægari vindur um sunnan- og suðaustanvert landið. Dálítil él sunnan- og vestanlands. Dregur enn frekar úr vindi annað kvöld, suðlæg átt 3-10 þá. Hiti nálægt frostmarki,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðvestan 10-18 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Hægari vindur eftir hádegi. Él en þurrt og bjart austanlands. Hiti nálægt frostmarki.

Á sunnudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s og slydda eða snjókoma með köflum. Vestlægari sunnantil á landinu og dálítil él, en þurrt síðdegis. Frost 0 til 4 stig, en hiti 0 til 2 stig með suðurströndinni.

Á mánudag:
Hæg breytileg átt og þurrt á landinu fyrir hádegi. Vaxandi suðaustanátt síðdegis og þykknar upp, fer að snjóa eða slydda um kvöldið. Frost 2 til 8 stig, en hlýnar er líður á daginn.

Á þriðjudag:
Sunnan strekkingur og rigning, en snýst síðar í stífa suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum, en léttir til um landið norðaustanvert. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt og él á sunnanverðu landinu. Hvöss norðaustanátt og snjókoma á Vestfjörðum. Úrkomulítið norðaustanlands. Kólnandi.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir hvassa norðaustanátt og snjókomu, en úrkomuminna sunnan til. Kalt í veðri.

Á Suðurlandi er gul viðvörun í gildi til klukkan 14. „Suðvestan 13-20 m/s og él með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Búast má við hækkaðri sjávarstöðu vegna áhlaðanda.

Faxaflói - gult ástand til klukkan 6 í fyrramálið, laugardag. „Suðvestan 13-20 m/s og él með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum.“

Breiðafjörður - gul viðvörun í gildi til klukkan 8 í fyrramálið. „Suðvestan 13-20 m/s og él með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum.“
Vestfirðir gul viðvörun í gildi til 8 í fyrramálið. „Suðvestan 13-20 m/s og él með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum.“
Strandir og Norðurland vestra - gul viðvörun til 8 í fyrramálið. „Suðvestan 13-20 m/s og él með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum.“
Miðhálendið - gul viðvörun til klukkan 10 í dag. „Búist er við suðvestan 18-28 og talsverðum éljagangi og lélegu skyggni.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert