Vetrarfærð fyrir norðan

Vetrarfærð er á norðanverðu landinu.
Vetrarfærð er á norðanverðu landinu. mbl.is/RAX

Vetrarfærð er á norðanverðu landinu, snjóþekja á vegum á Vestfjörðum, Norður- og Norðausturlandi en víðast hvar greiðfært á sunnanverðu landinu.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Vegfarendur eru varaðir við slæmu ástandi yfirborðs Vestfjarðavegar um Dali og Reykhólasveit.

Við Heiðarsporð á Holtavörðuheiði er umferðarhraði lækkaður niður í 50 km/klst. og gæti komið til stuttra lokana næstu vikur vegna vinnu á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert