Lokað á Kjalarnesi vegna umferðaróhapps

Svona er svo umhorfs á Holtavörðuheiði, en heiðin er nú …
Svona er svo umhorfs á Holtavörðuheiði, en heiðin er nú lokuð vegna veðurs, eins og segir einnig í fréttinni. Ljósmynd/Vegagerðin

Veginum um Kjalarnes er lokað um óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps að sögn Vegagerðarinnar.

Bent er á, að hægt sé að fara hjáleið um Mosfellsheiði, Kjósarskarð og Hvalfjörð en þar er vetrarfærð og lítið skyggni.

Uppfært klukkan 13.07: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur haft í nógu að snúast á Kjalarnesi ásamt fleiri viðbragðsliðum. Þar er vonskuveður og fljúgandi hálka. Tvö umferðaróhöpp urðu þar í morgun en hvorugt alvarlegt og þurfti ekki að flytja fólk á spítala að sögn varðstjóra. 

Sterkur hliðarvindur er á Mosfellsheiði og er það varhugavert fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind, segir Vegagerðin.

Þá er Holtavörðuheiði lokað vegna veðurs. Vegagerðin bendir á að það sé hægt að fara um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en tekur fram að þar sé ekki gott ferðaveður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert