Þæfingsfærð á Krýsuvíkurvegi

Vetrarfærð er á landinu og er verið að hreinsa vegi eftir nóttina samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Suðvesturlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja og skafrenningur. Þæfingsfærð er þó á nokkrum leiðum, s.s. á Krýsuvíkurvegi.

Suðurstrandarvegurinn er opinn fyrir almenna umferð og opið er inn að gosstöðvunum á milli 06.00 og 18.00. Bannað er að leggja í vegköntum en bent á bílastæði vestan við Ísólfsskála. Hraði er tekinn niður í 30 km/klst. á Festarfjalli.

Þæfingsfærð er í Borgarfirði sem og norðan Akrafjalls og víða er skafrenningur á Vesturlandi. Þungfært er á Álftafirði á Skógarströnd. Ófært er á Fróðárheiði vegna snjóa.

Hálka eða snjóþekja er milli byggðarkjarna á Vestfjörðum en víða ófært eða þungfært á lengri leiðum. Þæfingur er fyrir Súðavíkurhlíð sem og á Kleifaheiði sem var ófær í morgun. Unnið er að mokstri. Ófært er um Þröskulda, Klettsháls og Dynjandisheiði vegna snjóa. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði.

Þungfært er um Almenninga og skafrenningur á Siglufjarðarvegi. Þæfingsfærð er á Víkurskarði og éljagangur. Ófært er á Möðrudalsöræfum og verið að kanna leiðir víða á Norðausturlandi. Þæfingur er á Hófaskarði. Víða er éljagangur og skafrenningur.

Snjóþekja og skafrenningur víða á vegum á Austurlandi. Vegurinn um Öxi er lokaður vegna snjóa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert