Eldsneytisverð á Suðurnesjum verði lækkað

Hannes Friðriksson og Haukur Hilmarsson vilja lægra bensínverð í Reykjanesnesbæ.
Hannes Friðriksson og Haukur Hilmarsson vilja lægra bensínverð í Reykjanesnesbæ. mbl.is/Sigurður Bogi

Um 1.800 manns höfðu í gær skráð nafn sitt í undirskriftasöfnun á Suðurnesjum þar sem skorað er á olíufélögin að lækka eldneytisverð á svæðinu, til samræmis við það sem ódýrast er á sjálfsafgreiðslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu.

Á laugardag kostaði bensínlítrinn hjá afgreiðslu N1 við Hafnargötu í Reykjanesbæ 246,90 kr. og lítrinn af díselolíu 228,9 kr. Hjá Costco í Garðabæ kostar lítrinn nú 201,90 kr. sem er 45 kr. lægra en hæsta Suðurnesjaverð. Söfnun undirskrifta fer fram á slóðinni http://chng.it/cfQZTCCh.

„Við teljum okkur alls ekki jafnsett öðrum landsvæðum með verð á eldsneyti,“ segir Haukur Hilmarsson, kennari í Keflavík, sem stendur að þessari söfnun undirskrifta og með honum er Hannes Friðriksson innanhúsarkitekt. „Atvinnuástand hér á svæðinu er erfitt og margir í þröngri stöðu. Sanngjörn verðlagning olíufélaganna á þessu svæði væri því mikilvægt skref til þess að bæta lífskjör fólks hér,“ segir Haukur enn fremur.

Ósk fólks suður með sjó er hins vegar að eitthvert – helst öll olíufélögin – bjóði á stöðvum sínum verð svipað og Costco. Verðlagning þar er raunar smitandi, ef svo mætti segja, því við í syðstu byggðum Hafnarfjarðar og með Reykjanesbraut alveg inn í Bústaðahverfi í Reykjavík eru nokkrar eldsneytisstöðvar þar sem eldsneytislítrinn er á svipuðu verði og í Costco. Þá má nefna að á Akureyri hafa olíufélögin, það er N1, Olís og Orkan, hvert fyrir sig opnað sína lágverðsstöðina, sem er svo í keppni við aðrar afgreiðslur þeirra í bænum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert