Björguðu páfagauk úr tré

Páfagaukurinn hafði ákveðið að skoða sig aðeins um í heiminum.
Páfagaukurinn hafði ákveðið að skoða sig aðeins um í heiminum. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Það má segja að ákveðið dýraþema hafi verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær því það kom bæði að björgun páfagauks úr tré og hesti sem sást á sundi í Elliðavatni. Að sögn varðstjóra fór allt vel og hvorki dýrum né mönnum varð meint af.

Páfagaukurinn hafði sloppið úr búri á heimili sínu í Hafnarfirðinum og ákvað að skoða heiminn aðeins. „Sat hann hinn spakasti uppi í tré þegar slökkviliðsmenn náðu að fanga hann. Einnig fórum við af stað með okkar búnað til aðstoðar lögreglu að ná hesti sem sást á sundi í Elliðavatni. Var hann kominn upp úr er við komum á staðinn,“ segir í færslu á Facebook-síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Sjúkrabílar voru boðaðir í 126 útköll síðasta sólarhringinn og þar af voru 23 forgangsverkefni og 12 flutningar vegna Covid. Verkefni á slökkvibíla voru 6 á sama tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert