„Döpur, svekkt og pirruð!“

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir, í færslu á facebooksíðu sinni, ákvörðun dagsins gríðarleg vonbrigði. 

Sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda taka gildi á miðnætti annað kvöld og því er ljóst að Þjóðhátíð verður ekki haldin um verslunarmannahelgina.

„Verðlaunin og vonin um “eðlilegra líf”, sem átti að koma með þessum miklu bólusetningum, eru horfin; í bili að minnsta kosti. Við Íslendingar höfum lagt mikið á okkur og fylgt vel þeim tilmælum og takmörkunum sem gripið hefur verið til en það virðist ekki duga,“ skrifar Íris.

Vanti sannfærandi rök fyrir ákvörðun stjórnvalda

Þá segir Íris að það vanti sannfærandi rök fyrir ákvörðun stjórnvalda og spyr, fyrst að staðan er svona alvarleg, af hverju takmarkanir taki gildi annað kvöld en ekki í kvöld.

Íris bendir að lokum á að ákvörðun stjórnvalda gildir til 13. ágúst og spyr því hvort það sé ekki borðleggjandi að fresta Þjóðhátíð frekar en að slá hana af.

Sjá má facebookfærslu Írisar í heild sinni hér fyrir neðan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert