Tendruðu ljós fyrir látna ástvini

Samverustund í dómkirkjunni vegna sjálfsvíga. Stúlka tendrar kerti fyrir föður …
Samverustund í dómkirkjunni vegna sjálfsvíga. Stúlka tendrar kerti fyrir föður sinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samverustund var haldin í Dómkirkjunni í gær vegna alþjóðlegs forvarnadags sjálfsvíga. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Í lok stundarinnar var kveikt á kertum til að minnast látinna ástvina. 

Salbjörg Bjarnadóttir stýrði samverustundinni og söngvarinn KK flutti tónlist, auk þess sem Björn Hjálmarsson læknir var með hugvekju og Edda Björgvinsdóttir talaði af reynslu sem aðstandandi og ávarpaði viðstadda.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Í tilefni alþjóðadagsins voru einnig samverustundir víða um land. Þá var fólk hvatt til að kveikja á kerti og setja út í glugga til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert