Nei eða já?

Meðal annars er hægt að fara í hraðpróf á Suðurlandsbraut.
Meðal annars er hægt að fara í hraðpróf á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Töluvert hefur verið um fólk sem fær jákvæðu niðurstöðu úr Covid-hraðprófi en neikvæða niðurstöðu þegar það fer í PCR-próf. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við mörg tilfelli þess að fólk sé neikvætt á hraðprófinu en í raun og veru smitað af veirunni.

„Við höfum gefið það út að þessi hraðgerinignarpróf eru ekki jafn jákvæð nákvæm og örugg og áreiðanleg og PCR-prófin. Það þarf því að varast að treysta þeim algjörlega í blindni en þau geta verið mjög hjálpleg,“ segir Þórólfur og bætir við að skoðað sé af hverju fólk fái falska jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi.

Samkvæmt nýjum samkomutakmörkunum sem tóku gildi á miðnætti á föstudagskvöld verður miðast við að hámarki 50 manns í rými. Hins veg­ar er svig­rúm fyr­ir 500 manns á viðburðum þar sem kraf­ist verður neikvæðrar niðurstöðu hraðprófa.

Spurður segir Þórólfur að mikill munur sé á svokölluðum sjálfsprófum, sem hver sem er getur tekið heima hjá sér, og hraðprófum þar sem aðrir sjá um að stinga pinnanum í nefið.

„Það er allt annað að taka prófin heima sjálfur og ég tel að það sé mjög óáreiðanlegt. Þá eru allar forsendur fyrir því að maður taki ekki nógu gott sýni af því þetta er svolítið óþægilegt. Betra er að þetta sé gert á staðlaðan máta og sýni tekið af einhverjum öðrum,“ segir Þórólfur og tekur undir að það geti verið býsna óþægilegt þegar sýnatökupinnanum er stungið lengst upp í nef.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert