Átta létust í umferðinni í fyrra

Aðeins þrisvar áður hafa fleiri dagar liðið á milli banaslysa …
Aðeins þrisvar áður hafa fleiri dagar liðið á milli banaslysa og gerðist þar síðast 1930-1931. mbl.is/Kristinn Magnússon

Árið 2021 létust átta manns í sjö umferðarslysum. Fjögur slysanna voru í nóvember. Þetta kemur segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, í skriflegu svari til mbl.is.

Í janúar létust tveir eftir að bíll þeirra hafnaði í sjónum vest­an meg­in í Skötuf­irði á Vestfjörðum. Þá lést hjólreiðamaður sem féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti sömuleiðis í janúar. 

Eitt banaslys var í febrúar. Þá lést fótgangandi á gatnamótum Urriðastrætis og Kauptúns í Garðabæ eftir að ekið var á hann.

Þá voru fjögur banaslys í umferðinni í nóvember. Farþegi bíls lést við útafakstur af Hvalfjarðarvegi. Ökumaður rafhlaupahjóls lést við árekstur við létt bifhjól á hjólastíg við Sæbraut. Ökumaður bíls lést eftir útafakstur af Örlygshafnarvegi við Látravatn. Fótgangandi lést eftir að Strætó ók á hann við gatnamót Skeiðarvogs og Gnoðarvogs.

258 dagar milli banaslysa

Á milli banaslyssins í febrúar og banaslyssins á Hvalfjarðarvegi liðu 258 dagar, eða um átta og hálfur mánuður. 

Óli H. Þórðarson tók saman skýrslu um banaslys í umferðinni frá upphafi bílaaldar fyrir nokkrum árum. Fara þarf aftur til áranna 1930-1931 til þess að sjá meiri fjölda líða á milli banaslysa. Aðeins þrisvar áður hafa fleiri dagar liðið á milli banaslysa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert