Hvalfjarðargöngum var lokað í stutta stund

Frá Hvalfjarðargöngum.
Frá Hvalfjarðargöngum. mbl.is/Árni Sæberg

Hvalfjarðargöng eru lokuð vegna bilaðs bíls, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Búið er að kalla út dráttarbíl svo hægt sé að fjarlægja bílinn og ættu göngin því að geta opnað aftur innan skamms.

Þá segir Vegagerðin að búið sé að opna veginn um Hellisheiði og eru vegfarendur hvattir til að aka með gát. Einnig er búið að opna veginn um Þrengsli, og þar er snjóþekja og er unnið að mokstri þar.

Uppfært 18.30: Hvalfjarðargöng hafa verið opnuð fyrir umferð á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert