Taka megi betur á móti fólki

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Er hæstvirtur forsætisráðherra sammála andstöðu félagsmálaráðherra við áform dómsmálaráðherra um stórfelldan brottflutning fólks héðan? Og ef svo er, fylgja einhver verk?“ spurði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi.

Logi benti á viðtal úr Fréttablaðinu frá því um helgina við úkraínska konu sem sagði aðstæður fjölskyldu sinnar ömurlegar. Henni var gert að flytja með skömmum fyrirvara á Ásbrú en foreldrar hennar voru sendir að Bifröst.

Konan lýsir óboðlegri framkomu Útlendingastofnunar og segir frá því hvernig fjölskyldan fékk ekki rúmföt, engin eldhúsáhöld, ekki potta eða pönnur en eitt glas til að deila, auk þess sem langt er í alla þjónustu. Þess er auðvitað varla að vænta að flóttafólk úr öðrum heimshornum mæti sérstaklega betra atlæti en hér er lýst,“ sagði Logi.

Er hæstvirtur forsætisráðherra ekki sammála mér um að betur megi gera en hér er lýst? Er hún ekki sammála því að stjórnvöld setja tóninn í samskiptum við fólk sem hingað leitar?

Tökum á móti fleirum en áður

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að þeim sem hafi fengið vernd hér á landi hafi fjölgað umtalsvert síðan hennar flokkur tók við í ríkisstjórn í lok árs 2017.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Kristinn Magnússon

Ef við tökum bara fjöldann síðan þá, þá hafa tæplega 3.400 einstaklingar fengið vernd hér á Íslandi. Þetta má líka lesa út úr alþjóðlegum samanburði. Þegar við berum saman hvað við tökum á móti mörgum hér á Íslandi, miðað við til að mynda önnur Norðurlönd, þá held ég að við getum sannast sagna sagt að við Íslendingar stöndum okkur í því að taka á móti fleirum en við höfum áður gert,“ sagði Katrín.

Hún sagði að sér þætti leitt að heyra af upplifun fjölskyldunnar sem fjallað var um í Fréttablaði helgarinnar. „Það er auðvitað eðlilegt að við leggjum okkur öll fram um að bæta móttöku fólks og gerum betur í þeim efnum. Það eru margar áskoranir en mikill vilji til að leysa úr því,“ sagði Katrín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert