„Lögregluþjónar voru á verði með MP5-byssur“

Allir 266 farþegarnir voru færðir í skýli þar sem að …
Allir 266 farþegarnir voru færðir í skýli þar sem að lögregluþjónar voru á verði með MP5-byssur að sögn farþegans. Ljósmynd/Aðsend

„Það var leitað á öllum farþegunum og síðan vorum við færð í skýli þar sem lögregluþjónar voru á verði með MP5-byssur,“ tísti farþegi úr flugvélinni sem var snúið við á miðri leið frá Fankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum og lenti á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar fyrr í vikunni. 

mbl.is hafði samband við manninn sem er fyrrum flugvélaverkfræðingur og fékk leyfi frá honum til að nota myndirnar sem hann lét fylgja með tístinu sínu.

MP5-byssurnar sem maðurinn segir að lögreglan hafi borið eru hríðskotabyssur.

Í tístinu segir farþeginn að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá flugfélaginu Condor um ástæðuna fyrir því að flugvélin hafði lent á Íslandi.

Þá segir hann að upprunalega ástæðan sem þau fengu frá Condor hafi verið að klósettin í flugvélinni væru biluð. Að hans sögn fréttu farþegar raunverulegu ástæðuna, sprengjuhótun, fyrst þegar að þau sáu hana í fréttunum.

Allir farþegar flugvélarinnar þurftu að skilja eftir handfarangur sinn á …
Allir farþegar flugvélarinnar þurftu að skilja eftir handfarangur sinn á flugbrautinni en lögreglan leitaði í öllum farangrinum. Ljósmynd/Aðsend

Tekin mynd af öllum farþegunum

Að sögn farþegans voru allir 266 farþegar vélarinnar færðir í skýli á flugvellinum þar sem voru tvö klósett voru fyrir alla farþegana. Lögreglan tók þá mynd af öllum farþegum vélarinnar og var þeim gert að bíða í skýlinu í meira en klukkutíma að sögn farþegans. 

Hann tekur fram að eftir að lögreglan hafði lokið við að leita í öllum farangrinum hafi farþegum verið komið í rútu og þeim skutlað á hótel. Maðurinn segir að þeim hafi ekki verið boðið neitt að borða eftir að þau höfðu yfirgefið Leifsstöð.

Klósettinu í flugvélinni var lokað með límbandi áður en að …
Klósettinu í flugvélinni var lokað með límbandi áður en að flugvélinni var snúið við. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Hallmundur Kristinsson: Bomb
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert