„Þetta er bara sorglegur harmleikur“

Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, segir alla vera í …
Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, segir alla vera í losti. mbl.is/Jón Sigurðsson

„Þetta er bara sorglegur harmleikur sem hér hefur átt sér stað. Það er verið að vinna í því að kalla saman áfallateymi til að halda utan um samfélagið,“ segir Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar í Húnabyggð, um skotárásina á Blönduósi í morgun.

Tveir létust og einn særðist í skotárásinni sem átti sér stað klukkan hálfsex í morgun. Fólkið sem tengist málinu er allt heimafólk.

Guðmundur segir alla vera í „losti“. Sjálfur sé hann enn að reyna að ná utan um málið. 

Einhverjir hafa verið handteknir í tengslum við árásina, en ekki hefur verið gefið upp hve margir. Árásarmaðurinn er annar hinna látnu. Tengsl eru á milli fólksins.

Guðmundur gerir ráð fyrir því að áfallateymi verði staðsett annaðhvort í félagsheimilinu eða kirkjunni og að fólk geti leitað þangað að vild. Upplýst verður um það von bráðar. Hann kýs að tjá sig ekki frekar um málið að svo stöddu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Rauða krossi Íslands hafa tveir viðbragðshóp­ar með sjálf­boðaliðum sem sér­hæfa sig í áfallaviðbrögðum og sál­rænni skyndi­hjálp verið send­ir á Blönduós. Ann­ars veg­ar er viðbragðshóp­ur frá Skaga­strönd og hins veg­ar frá Ak­ur­eyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert