Guðni sendir kveðju frá þjóðinni

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur sent Karli III. Bretakonungi samúðarkveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

„Þá kveðju færi ég einnig bresku konungsfjölskyldunni, íbúum Stóra-Bretlands og Samveldisins,“ segir í tilkynningu forsetans á Facebook.

„Ég nefni meðal annars hversu vel Íslendingum líkaði við drottningu í heimsókn hennar til Íslands árið 1990. Þá sem endranær var hún virðuleg en laus við yfirlæti,“ skrifar Guðni.

„Einn merkasti þjóðarleiðtogi seinni alda er fallinn frá. Blessuð sé minning Elísabetar II.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert