Icelandair og Fimleikasamband Íslands undirrita samstarfssamning

Icelandair og Fimleikasamband Íslands undirrituðu í gær nýjan samstarfssamning í …
Icelandair og Fimleikasamband Íslands undirrituðu í gær nýjan samstarfssamning í sal Gerplu í Kópavogi. Ljósmynd/Aðsend

Icelandair og Fimleikasamband Íslands undirrituðu í gær nýjan samstarfssamning í sal Gerplu í Kópavogi. Með samstarfinu mun Icelandair styðja dyggilega við starf Fimleikasambandsins og starf afreksfólks í fimleikum sem felur í sér mikil og kostnaðarsöm ferðalög um allan heim.

Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair.

Í tilkynningunni segir að fimm íslensk landslið, A-landslið kvenna og karla í hópfimleikum auk yngri landsliða, flugu í morgun af stað á Evrópumótið sem fram fer í Lúxemborg dagana 14. – 17. september næstkomandi. A-landslið kvenna er ríkjandi Evrópumeistari í hópfimleikum og á því titil að verja. Þá á Ísland fjóra fulltrúa á lokamóti Heimsmeistaramótsins í áhaldafimleikum sem fram fer dagana 29. október til 6. nóvember næstkomandi auk þess sem undirbúningur er hafinn fyrir Norðurlandamótið í fimleikum sem haldið verður á Íslandi í nóvember 2023.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert