Bílafloti landsmanna næstum alveg litlaus

Kort/mbl.is

Um 31% af þeim bílum sem hafa komið nýir á götuna í ár eru hvítir að lit. Hvítur er vinsælasti liturinn í bílaflotanum en sá næstvinsælasti er grár.

Tæp 15% nýrra bíla teljast gráir að lit en þegar teknir eru með ljósgráir og dökkgráir kemur á daginn að 34% allra nýskráninga eru í gráum tónum. Þriðji vinsælasti liturinn er svo svartur en 11% allra nýrra bíla bera þann lit.

Það er því óhætt að segja að bílaflotinn sé heldur litlaus þessi misserin. Eini liturinn sem nýtur einhverra almennra vinsælda og fullyrða má að vakið gæti athygli er rauður. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert