Möguleiki á asahláku á föstudag

Í dag er frost yfirleitt 1 til 10 stig.
Í dag er frost yfirleitt 1 til 10 stig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að asahláka gæti orðið í lok vikunnar en hlýindi eru í kortunum á landinu öllu.

Á föstudag gætu hitatölur farið í 8 stig en Þorsteinn segir að hlákan standi stutt yfir og að um helgina stefni í að það kólni aftur. 

„Þetta er smá skot af hlýju lofti.“

Hann segir að það gæti byrjað að snjóa síðdegis á fimmtudag sunnan- og vestanlands, en það breytist síðan yfir í slyddu og rigningu á föstudag. Éljagangur taki svo við um helgina.

Getum við búist við að snjórinn hverfi að mestu?

„Nei, ég held að það nái því ekki af því að þetta stendur yfir svo stutt. Það fer að kólna strax aftur aðfaranótt laugardags. Þá kemur éljagangur aftur og frosttölur.“

Þorsteinn segir því að mikil hálka geti myndast um næstu helgi þegar frystir eftir þíðuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert