Sýning í tilefni af 60 ára afmæli

Útgefandi Iceland Review, Kjartan Þorbjörnsson (Golli) innan um ljósmyndirnar í …
Útgefandi Iceland Review, Kjartan Þorbjörnsson (Golli) innan um ljósmyndirnar í Epalsalnum. mbl.is/Árni Sæberg

Tímaritið Iceland Review fagnar nú 60 ára útgáfuafmæli og efnir af því tilefni til ljósmyndasýningar í Epal Galleríi á Laugavegi 7 með nýjustu myndunum úr langri sögu blaðsins. Sýningin var opnuð í gær og verður opin á næstunni frá kl. 10 til 18 alla virka daga.

„Ég held að óhætt sé að fullyrða að Iceland Review sé eitt allra vandaðasta tímarit sem gefið er út hér á landi,“ segir útgefandinn Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari, Golli. Hann tók við útgáfunni 2017.

„Þetta tímarit er ólíkt öllu öðru sem gefið er út á ensku um Ísland og íslensk málefni,“ segir hann. Áherslan er á vandaða umfjöllun um land og þjóð, jafnt texta sem ljósmyndir, en myndirnar, teknar af öndvegisljósmyndurum, hafa ekki síst haldið hróðri tímaritsins á lofti. Á áskriftarvef þess eru síðan fluttar fréttar frá Íslandi á ensku.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert