Einhverjir bílar eftir á heiðinni

Á heiðinni í gærkvöldi.
Á heiðinni í gærkvöldi. Ljósmynd/Landsbjörg

„Það hafa ekki verið fleiri verkefni í nótt,“ svarar Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, inntur eftir því hvort björgunarsveitir hafi haft í öðru að snúast í nótt en verkefnum á Fjarðarheiði þar sem björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði flutti fólk úr bifreiðum sínum og niður af heiðinni en henni var lokað vegna veðurs.

Segir Jón Þór einhverja bíla nú vera eftir á heiðinni en björgunarsveitin hafi snúið töluverðum fjölda ökumanna við, sem hugðust leggja á heiðina, og sent þá aftur til Egilsstaða. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Vegagerðarinnar er heiðin nú opin fyrir umferð á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert