Segir kostnað hafa haft vægi

Svona verður útsýnið yfir Fossvogsbrú frá Kópavogi.
Svona verður útsýnið yfir Fossvogsbrú frá Kópavogi. Ljósmynd/Efla/Beam Architects

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar vísar því á bug að kostnaður hafi ekki haft vægi við mat á tillögum í hönnunarsamkeppni Vegagerðarinnar um Fossvogsbrú.

„Kostnaður hafði sannarlega vægi við mat á tillögum. Mat dómnefndar í seinna þrepi fólst í því að meta tillögur keppenda út frá ásýnd, umhverfi, tæknilegri útfærslu og áætlunum, þar með talið kostnaðarmati mannvirkisins, raunhæfni og áreiðanleika,“ segir hún við skriflegri fyrirspurn Morgunblaðsins.

Eins og Morgunblaðið hefur greint frá var það mat kærunefndar útboðsmála að kostnaðurinn hefði haft lítið vægi í tillögum í keppninni og ekkert vægi í lokavali.

„Upphafleg kostnaðaráætlun bjóðenda var um 4,1 milljarður króna, sem er rúmir 5 milljarðar að núvirði, og var sú upphæð án óvissu um kostnaðarbreytingar á hönnunartíma. Verkefnið var þá á algjörum frumstigum hönnunar með allt að 100% óvissu um kostnað. Vegna nafnleyndar á samkeppnistíma gátu þátttakendur í samkeppninni ekki leitað upplýsinga hjá hagaðilum við gerð kostnaðarmats. Óvissa var einnig mikil vegna þess að þarna er um grófar samkeppnistillögur er að ræða, áður en m.a. jarðfræðirannsóknir á sjávarbotni fóru fram,“ segir Bergþóra.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert