Gul viðvörun og samgöngutruflanir

Óvissustig er á Flateyrarvegi.
Óvissustig er á Flateyrarvegi. mbl.is/RAX

Gul viðvörun verður í gildi til hádegis á Vestfjörðum vegna norðaustan hríðar.

„Búast má við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og samgöngutruflanir eru líklegar, lokanir á vegum og tafir í flugsamgöngum. Líkur á að lægi um tíma með minni ofankomu, en hvessir aftur um kvöldið. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,” segir á vef Veðurstofu Íslands.

Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði og Mikladal en þæfingsfærð er á Þröskuldum, Gemlufallsheiði og í Ísafjarðardjúpi. Ófært er á Súgandafjarðarvegi, að sögn Vegagerðarinnar.

Vegurinn um Dynjandisheiði er lokaður vegna veðurs og óvissustig er á Flateyrarvegi og veginum um Raknadalshlíð vegna snjóflóðahættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert