Vilja kaupa kísilverksmiðjuna

Nokkrir aðilar hafa sýnt því áhuga að kaupa kísilverið.
Nokkrir aðilar hafa sýnt því áhuga að kaupa kísilverið. mbl.is/Árni Sæberg

Erlendir aðilar sýna því nú áhuga að kaupa og flytja úr landi kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík.

Eiga þeir í viðræðum við fulltrúa Arion banka vegna þessa.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, staðfestir þetta og bendir á að slíkar viðræður hafi staðið yfir við aðra erlenda aðila en samningar ekki náðst.

Fyrri viðræðum slitið

Hinn 1. desember 2022 sagði mbl.is frá því að Arion banki og PCC hefðu slitið formlegum viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík: „Samhliða hefur Arion banki sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert