Birgir og Gunnar Bragi etja kappi

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson. mbl.is/Hari

Sex eru í framboði til embætta á fyrsta landsþingi Miðflokksins sem haldið er í Hörpu núna um helgina.

Núverandi formaður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er einn í kjöri til formanns flokksins.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis og þingflokksformaður Miðflokksins, bjóða sig fram til varaformanns flokksins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. Ljósmynd/Alþingi.is

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Norðausturkjördæmis, Jonas Henning, fjárfestir sem skipar þriðja sæti á lista Miðflokksins í Hafnarfirði, og Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á LSH sem skipar fjórða sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík, bjóða sig fram til embættis 2. varaformanns flokksins.

Kosningar á landsþinginu fara fram í dag, laugardaginn 21. apríl

Upplýsingar um dagskrá landsþingsins má nálgast á vef Miðflokksins http://midflokkurinn.is.,

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert