Ásmundur Einar dregur trukk með breskum grínistum

Bresku grínistarnir Rob Beckett og Romesh Ranganathan ætla í dag að keppa í trukkadrætti á Grandagarði í Reykjavík undir leiðsögn Magnúsar Ver Magnússonar. Þeir vildu fá íslending til að prófa keppnina með sér og sannfærðu Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, um að reyna sig með þeim.

Rob Beckett og Romesh Ranganathan.
Rob Beckett og Romesh Ranganathan.

Keppnin hefst klukkan tvö síðdegis í dag en Rob og Romesh standa að baki þáttunum „Rob and Romesh Vs“. Í þáttunum hella þeir félagar sér á kaf í íþróttir og dægurmenningu og snúa því gjarnan upp í keppni. Þátturinn nær til meira en 10 milljóna Englendinga á Sky1 og hefur verið tilnefndur til BAFTA verðlaunanna, að því er fram kemur í tilkynningu. Grínistarnir hafa meðal annars hlaupið með Usain Bolt og farið á svið með söngkonunni Shania Twain.

mbl.is/Arnþór Birkisson

Ásmundur Einar er nú í harðri baráttu um þingsæti í næstu alþingiskosningum sem fara fram á morgun, 25. september. Hvort gengi hans í trukkadrættinum hafi áhrif á úrslitin er ekki gott að segja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert