Bestu ráðin varðandi smoothie

Þegar þú hefur masterað góða smoothie uppskrift, þá er ekki …
Þegar þú hefur masterað góða smoothie uppskrift, þá er ekki aftur snúið. mbl.is/Colourbox

Góður smoothie er stórkostleg máltíð yfir daginn – full af vítamínum og gefur góða orku. Hér eru nokkur vel valin ráð varðandi góðan smoothie.

Bragð

  • Sítrusávextir geta hjálpað til við að tæla fram öll bragðbrigði í smoothie. Eins „fela“ þeir bragðið af spergilkáli, rófum, hvítkáli og öðru sem bragðast ekkert sérstaklega eitt og sér í drykknum.
  • Ef þú notar hýðið af ávöxtum eins og t.d. sítrónum, límónum, vínberjum, appelsínum o.fl., mundu, að þá þarftu að vera með öflugan blandara.
  • Til að auka bragðið í smoothie sem inniheldur takmarkað af ávöxtum er sniðugt að nota jurtir eins og myntu, basiliku og steinselju.
  • Kanill, kardimomma, kakó, vanilla og lakkrís eru líka krydd sem vert er að prófa sig áfram með.

Ávextir og grænmeti

  • Hreinn ávaxtasmoothie inniheldur mikið af ávaxtasykri sem fær blóðsykurinn til að rjúka upp og detta svo jafn hratt niður. En ávaxtasykur er alltaf hollari en hvítur sykur.
  • Blaðgræna og annað grænmeti hefur stórkostlega jákvæð áhrif á heilsuna og orkuna og hentar vel í smoothie.
  • Reyndu að koma eins miklu grænmeti í drykkinn þinn og mögulegt er, því grænmeti inniheldur minni sykur og meira af næringarefnum en ávextir.
  • Þumalfingursreglan er sú að blanda saman til helminga ávöxtum og grænmeti.
  • Ef þú ert byrjandi í smoothiegerð skaltu setja aðeins meira af ávöxtum og bæta grænmeti smátt og smátt við.
  • Sama hversu holl smoothieblandan þín er mun hún ekki gagnast þér ef þú drekkur hana ekki – þess vegna verður hún að smakkast vel.

Litur

  • Við mannfólkið borðum og drekkum með augunum – það er staðreynd. Brúnn eða steypulitaður smoothie hefur öðruvísi áhrif á þig en einn í skærum fallegum lit. Reyndu að hafa litinn á drykknum bak við eyrað. Spínat og rauðrófur eru til dæmis ekki að tala saman hvað litaval varðar er þessi tvö hráefni blandast saman.

Úrval

  • Eitt mikilvægt ráð varðandi góða smoothie er fjölbreytni. Búðu til nokkra drykki í gulu, rauðu, grænu og appelsínugulu. Þú munt þakka þér fyrir að vera ekki að drekka sama drykkinn alla daga vikunnar.
  • Ef við tökum apa, kýr og villta hesta okkur til fyrirmyndar, þá eru þessi dýr alltaf á ferðinni og éta mjög fjölbreytt af plöntum og öðru – og það af góðri ástæðu. Apar neyta til að mynda í kringum 117 mismunandi tegunda af grænum plöntum yfir árið.
  • Það er gott ráð að eiga nóg til af spínati, steinselju, spergilkáli og grænum baunum í frysti til að geta alltaf gripið í þegar hentar.

Vökvi

  • Það er stórfínt að nota plöntumjólk í smoothie. Og það er auðvelt að búa til slíka mjólk sjálfur með því að blanda saman 600 ml af vatni, 1 dl af fræjum (sesam, hnetum o.fl.), 4 döðlum og klípu af salti.

Útlit

  • Ef blandan þín verður ekki eins þykk og þú hefðir viljað geturðu bætt við feitum ávöxtum eins og bönunum, mangó og avókadó. Það jafnast ekkert á við kremaða áferð á drykknum. Eins er hægt að bæta við handfylli af frosnum berjum, grænmeti og ávöxtum eða ísmolum. Sumir vilja hafa smoothieblönduna svo þykka að þú gætir næstum borðað hana með skeið.
  • Reyndu að velja lífrænar matvörur í drykkinn þinn – það mun skila sér í kroppinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert